FISH BOWL - Frábær veitingastaður í Dehesa de Campoamor, Costa Blanca

article-top

Veitingastaður sem við mælum með:

 

FISH BOWL

Dehesa de Campoamor

Snillingurinn Peter Fisher og teymið hans eru algjörir matarlistamenn og framreiða ljúffengan, heiðarlegan og fallegan mat og allt umhverfið og þjónustan á FISH BOWL skapar sérlega notalega stemmingu.

Matseðillinn tekur breytingum eftir árstíðum og það er alltaf upplifun að heimsækja veitingastaðinn  FISH BOWL  við ströndina í Dehesa de Campoamor.

FISH BOWL er óvenjulega staðsettur á hringtogi  og með sjávarsýn yfir ströndina í Dehesa de Campoamor. Þar sem staðurinn er ekki stór ráðleggjum við að panta borð, því það er oft fullbókað hjá þeim, enda mikið af föstum viðskiptavinum sem hafa þróað með sér matarást á staðnum.

FISH BOWL býður einnig upp á stutt matreiðslunámskeið og veislur í heimahúsi.

  

FISH BOWL   

Tel: 966 39 28 91

Tel: 678 21 64 49

[email protected]

http://www.fishbowl.es

Til baka