CAVA SANGRIA

article-top

 

CAVA SANGRIA

Cava er spænska útgáfan af kampavíni og finnst mörgum búbblurnar í Cava bestu búbblurnar. Cava hefur alltaf verið drykkur hátíðarhalda á Spáni, en er í dag drukkið jafnt við hátíðleg tilefni og önnur.  Fátt er betra en gott Cava glas í síðdegis gleðistund á heitum sumardegi.

Sangria er hefðbundinn spænskur sumardrykkur, oftast blanda af rauðvíni og appelsínum en stundum er fleiri ávöxtum blandað saman við eins og perum, eplum, ferskjum eða berjum. Einnig tíðkast að blanda einhverju sterkara saman við, eins og td. koníaki, rommi eða góðum líkjör, og svo er fyllt upp með sódavatni og klaka eftir smekk.

CAVA SANGRIA er skemmtileg blanda af Cava og Sangria, og nýtur stöðugt aukinnar vinsælda á Spáni.

Hér er ein góð uppskrift sem við mælum með.

·       4 bollar blanda af niðurskornum ávöxtum (td. jarðarber, ferskjur, epli, perur eða bananar)

·       2 litlar appelsínur steinhreinsaðar og skornar í þunnar sneiðar

·       ½ bolli brandy eða koníak

·       ½ bolli perulíkjör

·       ½ bolli ljós  grape aldin safi

·       4 litlir myntukvistir, blöðin tekin af og söxuð gróft

·       2 x 750 ml. flöskur kælt, þurrt Cava (brut eða brut natural)

·       Sodavatn ef maður vill léttari útgáfu

Svona gerum við

·       Blandið saman í stóra könnu niðurskornum ávöxtum, appelsínusneiðum, koníaki, líkjör, grape safa og myntu. Breiðið plastfilmu yfir og kælið í amk. 1 klst. eða lengur. Hægt að undirbúa fyrirfram og geyma í ísskáp í allt að 3-5 klst.

·       Hellið Cava yfir og blandið varlega saman með langri skeið. Setjið klaka saman við eftir smekk. Bætið sodavatni út í eftir smekk ef þið viljið léttari útgáfu af Cava Sangria. 

·       Hellið í falleg glös, sem gott er að geyma í frysti áður. Þannig helst drykkurinn lengur kaldur.

Dásamlegur og frískandi drykkur. Við mælum með góðu Tapas til að narta í með.


 

  

Til baka