Appelsínutré eru falleg og algeng sjón á Costa Blanca og eru þau ein besta vísbendingin um hið góða loftslag á svæðinu. Þar nýtur sólar að meðaltali 300 daga á ári og hitastigið er ljúft og þægilegt og vegna veðurblíðunnar er svæðið talið eitt það besta í heiminum til að búa á. Þetta vita Íslendingar auðvitað, og eru þeir fjölmargir sem hafa komið sér þar vel fyrir, og dvelja þar hluta úr ári eða allt árið.
SJÁ NÁNARSnillingurinn Peter Fisher og teymið hans eru algjörir matarlistamenn og framreiða ljúffengan, heiðarlegan og fallegan mat og allt umhverfið og þjónustan á FISH BOWL skapar sérlega notalega stemmingu.
SJÁ NÁNARCava er spænska útgáfan af kampavíni og finnst mörgum búbblurnar í Cava bestu búbblurnar. Cava hefur alltaf verið drykkur hátíðarhalda á Spáni, en er í dag drukkið jafnt við hátíðleg tilefni og önnur. Fátt er betra en gott Cava glas í síðdegis gleðistund á heitum sumardegi.
SJÁ NÁNAR