Okkar þjónusta

TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA

Það er auðveldara en margir halda að eignast fasteign á Spáni. Fasteign þar sem öll fjölskyldan getur verið saman og notið lífsins í einu besta loftslagi í heimi. Fasteign sem þú getur farið í hvenær sem er. Stytt veturinn. Spilað golf í janúar, farið á ströndina, eða jafnvel brugðið þér á skíði yfir vetrarmánuðina. Og það besta er að þér líður alltaf eins og heima hjá þér vegna þess að þú ert heima hjá þér.




Spánareignir hefur um árabil sérhæft sig í að aðstoða Íslendinga um að láta drauminn um heimili í sólinni rætast og lagt áherslu á að veita trausta og örugga þjónustu.

Þjónustuferlinu skiptum við niður í nokkra áfanga:


Fyrst er fundur á skrifstofunni okkar á Íslandi. Þar er farið yfir óskalistann, svæðin á Spáni og hvaða eignir eru í boði og áhersla lögð á að velja úr það sem helst kemur til greina miðað við einstakar þarfir, greiðslugetu og óskir.

Næsta skref er að skipuleggja skoðunarferðina til Spánar, ákveða ferðadaga, bóka hótel og skipuleggja dagskrá skoðunarferðarinnar. Lögð er áhersla á að skoða allar þær eignir sem helst koma til greina, og ekki síður svæðið og umhverfið í kring, því rétt staðsetning skiptir miklu máli. Við aðstoðum við allt skipulag skoðunarferðarinnar og sýnum eignirnar úti í samráði við seljendur. Íslensku mælandi starfsfólk er alltaf með í för. Ef af kaupum verður endurgreiðum við kostnað við skoðunarferðina fyrir tvo, allt að Ikr. 60.000 á mann, samtals Ikr. 120.000,-  eða eftir nánara samkomulagi.

Þegar niðurstaða er komin með bestu eignina er gengið frá tilboði, kaupsamningi, staðfestingargjaldi (6.000-10.000 Evrur), sem yfirleitt er ekki endurgreitt þó kaupin klárist ekki, en með því er íbúðin tekin úr söluferli þangað til kaupferlið klárast. Það er því mikilvægt að skoða vel og gera það upp við sig að um réttu eignina sé að ræða, áður en staðfestingargjaldið er greitt. Einnig er gengið frá greiðsluplani fyrir eftirstöðvum kaupverðs og aðstoðum við okkar viðskiptavini með allt það ferli, göngum frá NIE númeri (spænsk kennitala, sem nauðsynlegt er að hafa til að klára kaup á fasteign), opnun á bankareikningi í spænskum banka og fjármögnun, (lán frá spænskum banka með veði í eigninni sem er verið að kaupa) allt eftir óskum og þörfum viðskiptavinarins.

Þegar kemur að afhendingu eignarinnar aðstoðum við okkar viðskiptavini við frágang skjala hjá Notary (spænskur sýslumaður sem sér um lokafrágang kaupferlisins). Við vinnum með viðurkenndum spænskum lögfræðingum sem aðstoða á allan hátt. Við mælum t.d. með því að fólk geri spænska erfðaskrá um eignina sem keypt er á Spáni, það getur auðveldað uppgjör dánarbúa síðar.

Við aðstoðum einnig við val á húsgögnum, húsbúnaði, internettengingar (jafnvel hægt að fá RUV með í pakkanum) og annað sem til fellur til að fólkinu okkar líði sem allra best í nýju eigninni sinni. Okkar markmið er að fólki líði eins og heima hjá sér, því það er jú heima hjá sér…

Ef leigja á út eignina þann tíma sem eigandinn notar hana ekki sjálfur, eða jafnvel allt árið, (því fasteign á Spáni getur verið góð fjárfesting) aðstoðum við einnig við það ferli. Finnum aðila sem getur séð um þrif, afhent lykla og haft eftirlit með eigninni á meðan leigjendur eru í henni.

Okkar viðskiptavinir eru ávallt í góðum höndum, og okkar áhersla er á að veita trausta og góða þjónustu frá upphafi til enda kaupferlisins. Markmið okkar er að viðskiptavinurinn sé ánægður, enda gerum við okkur grein fyrir því að ánægður viðskiptavinur er besta auglýsingin til lengri tíma.

Við störfum fyrir ykkur. Ef einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband.