Spánareignir - Villamartin SPÁNN

29.300.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Fjölbýli / Fjölbýlishús með sérinngangi

 • Fjöldi baðherbergja

  1

 • Fjöldi svefnherbergja

  2

 • Fermetrastærð

  0 m2

Tilvísunarnúmer:

548373

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
 *FALLEGAR ÍBÚÐIR Á FRÁBÆRUM STAÐ*- * STUTT Í LA ZENIA BOULEVARD*

Rúmgóðar, bjartar og vel staðsettar 3ja. herb. íbúðir á jarðhæð með stórri lokaðri verönd á frábærum stað á Villamartin/La Zeniasvæðinu,  ca. 50 mín akstur frá Alicante flugvelli. Ca. 25 mín göngufæri á fallega strönd og 15 mín. göngufæri í La Zenia Boulevard, nýju og flottu verslunarmiðstöðina. Fullbúin húsgögnum og húsbúnaði. Aircon með hita og kælingu. Örstutt göngufæri í Los Dolses þjónustukjarnann, þar sem er gott úrval veitingastaða og verslana. Gróið og fallegt umhverfi. Einstakt tækifæri til að eignast fullbúna og flotta íbúð á fínu verði í frábæru umhverfi.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, [email protected] GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, [email protected] GSM 777 4277.


Nánari lýsing:
Um er að ræða fallegar 3ja herb. íbúðir á jarðhæð  í nýbyggðu lyftuhúsi. Vel hönnuð og falleg íbúð með 2 rúmgóðum svefnherbergjum, með skápum, gott baðherbergi.  Rúmgóð og björt stofa/borðstofa/alrými og fallegt eldhús opið við borðstofu. Falleg hönnun og vandaðar innréttingar. Stór lokuð sér verönd út frá stofu. Falleg sameign með sameiginlegum sundlaugargarði.
Stæði í lokuðum bílakjallara fylgir.

AÐEINS TVÆR ÍBÚÐIR Í BOÐI.

Falleg hvít  sandströnd sem liggur að Miðjarðarhafinu er í göngufæri og hefur hún fengið BLUE FLAG viðurkenninguna. Þar eru fallegar gönguleiðir og skemmtilegt “promenaði” er meðfram ströndinni sem býður upp á skemmtilegar gönguferðir.

Fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða í örstuttu göngufæri, t.d. í Los Dolses og La Zenia Boulevard, sem er ný og glæsileg miðstöð verslana, veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar. Alicante flugvöllur er í ca. 50 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 15 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri. Stutt er í dýragarðinn í Elche.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast fallega og vandaða íbúð á frábærum stað, stutt frá  öllu því sem gerir dvölina á Spáni  skemmtilega. Hentar vel sem heilsársheimili. 
Verð:195.000 Evrur (ISK. 29.300.000 gengi 1Evra/150 ISK)

Íbúðirnar eru afhentar með öllum eldhústækjum, húsgögnum og húsbúnaði og auk þess aircon með hita og kælingu, sem er allt innifalið í verðinu.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því verið ca. 13%.

Eiginleikar: verönd, sameiginlegur sundlaugargarður, air con, bílakjallari, húsgögn,
Svæði: Costa Blanca, Villamartin,
 

Kort af svæðinu