Spánareignir - Las Ramblas Golf SPÁNN

67.500.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Einbýli / Einbýlishús á tveimur hæðum

 • Fjöldi baðherbergja

  0

 • Fjöldi svefnherbergja

  3

 • Fermetrastærð

  0 m2

 • Bílskúr

  Með bílskúr

Tilvísunarnúmer:

543660

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*MIKIÐ ENDURNÝJAÐ OG FALLEGT EINBÝLISHÚS Í FYRSTU LÍNU MEÐ FRÁBÆRU GOLFÚTSÝNI"

Stórglæsilegt, bjart og vel hannað  einbýlishús á tveimur hæðum með stórum lokuðum garði og góðri einkasundlaug í 1. línu við 17. holu green (erfiðsta hola vallarins) á hinum vinsæla Las Ramblas golfvelli,  um 50 mín akstur suður af Alicante. Þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi + gestasnyrting, stór stofa og borðstofa í opnu og vel tengdu rými, stórt og vel útbúið eldhús og geymsla. Yfirbyggð heils árs sólstofa, lítill bar með góðri aðstöðu við golfvöllinn og  sundlaugarbarminn. Verönd út frá sólstofu með með góðu aðgengi að garðinum. Stór þakverönd með útsýni og þar mætti byggja yfir að hluta og þannig bæta við fjórða svefnherberginu. Bílskýli inni á lokaðri lóð. 


HÚSGÖGN GETA FYLGT MEÐ EFTIR SAMKOMULAGI.

Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. [email protected] og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. [email protected]


Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Tvö svefnherbergi og baðherbergi + gestasnyrting. Rúmgóð stofa og borðstofa í opnu rými, vel tengt fallegu eldhúsi með nýlegri eldhúsinnréttingu, eyju og útgengi út á lokaða baklóð. . Góðar geymslur. 
Frá borðstofu er gengið út sólstofu og þaðan er góð tenging við garðinn og sundlaugarsvæðið. Góð sólbaðsaðstaða.  Einnig er  bar í garðinum sem skapar  skemmtilega stemmingu.  
Stór einkasundlaug. Stæði fyrir bíl í bílskýli inni á lokaðri lóð.

Efri hæð:
Hjónaherbergi þar sem innangengt er á sér baðherbergi. Þaðan er útgengi út á stórar og notalegar þaksvalir.

Öryggisgrindur fyrir gluggum, loftkæling, og miðstöðvarofnar. 

VÖNDUÐ OG FALLEG EIGN Í MJÖG GÓÐU ÁSTANDI ÞAR SEM VEL HEFUR VERIÐ HUGSAÐ UM ALLA HLUTI.

Garðurinn er fallegur og vel hannaður og  býður upp á ýmsa möguleika, Þar er gott pláss  t.d. til að borða úti eða njóta sólarinnar.

Húsið er vel staðsett í rólegri götu inni á hinum vinsæla Las Ramblas golfvelli og í ca. 10 mín. göngufæri við Klúbbhúsið á Las Ramblas Golfvellinum. Einnig er ca. 10 mín. göngufæri í La Fuente vinsæla verslana og veitingahúsakjarnan á svæðinu, Aldi, Mercadona og fleiri verslanir. Margir fleiri góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d. Campoamor, Las Colinas, Villamartin, La Finca, Lo Romera, Roda Golf,  La Marquesa.

Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina og ca. 5 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Gott úrval verslana og veitingastaða er í næsta nágrenni, auk þess er stutt í heilsugæslu, tennisvöll, fótboltavöll, crazy golf ofl.
Hér er um að ræða fallega  lúxuseign fyrir fólk sem kann að njóta lífsins.

Verð: 450.000 Evrur. (ISK. 67.500.000,- miðað við gengi 1E=150ISK.)

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á: http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca.13%.

LAS RAMBLAS GOLFVÖLLURINN
Þennan golfvöll þurfa allir alvörugolfarar að prófa amk. einu sinni um æfina. Þessi golfvöllur er ekki allra, annað hvort hatar þú völlinn eða elskar hann. Allavega er þetta golfvöllurinn fyrir golfara sem vilja taka áhættur, en geta líka valið auðveldari leiðir.
Völlurinn var opnaður árið 1991, hannaður af Pepe Gancedo. Hann er ca. 5.800 metra langur og par 72. Hönnun vallarins er sérlega skemmtileg, holurnar fjölbreyttar og bjóða upp á ýmis erfiðleikastig.
Þennan golfvöll er bæði hægt að fara á golfbíl eða ganga hringinn, sem skapar fjölbreytni í upplifun.
Las Ramblas golfvöllurinn þykir einstaklega fallegur, með mikla náttúru og grænan gróður. Tré og gil eru stundum fyrir golfaranum, en þegar maður sigrast á vellinum skapar það tilfinninguna um að langa  að koma strax aftur.
En eitt er víst, að ef þú hefur einu sinni spilað Las Ramblas er það völlur sem þú manst alltaf eftir.


Eiginleikar: golf, útsýni, einkasundlaug, sér garður, air con, þakverönd, endursölueign, bílskýli,
Svæði: Costa Blanca, Las Ramblas Golf,

Kort af svæðinu