Spánareignir - Lomas De Cabo Roig SPÁNN

47.100.000 Kr.

  • Tegund eignar

    Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu

  • Fjöldi baðherbergja

    2

  • Fjöldi svefnherbergja

    2

  • Fermetrastærð

    76 m2

Tilvísunarnúmer:

728053

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR NÝTT Í SÖLU:
*RÚMGÓÐAR ÍBÚÐIR Á FRÁBÆRUM STAÐ*-*STÆÐI OG GEYMSLA Í BÍLAKJALLARA*-*VÖNDUÐ SAMEIGN*


ERTU TILBÚIN(N) AÐ LIFA ÞÍNU BESTA LÍFI Í LEIK OG STARFI.
Glænýjar og vandaðar 3ja og 4ra herb. íbúðir á frábærum stað í hinu vinsæla Lomas de Cabo Roig hverfi, örstutt frá góðum golfvöllum, ca. 50 mín akstur frá Alicante flugvelli. Ca. 5 mín akstur á fallega strönd og 20-30 mín. göngufæri í La Zenia Boulevard, vinsælustu verslunarmiðstöðina á svæðinu. Frábær aðstaða til fjarvinnu. Örstutt göngufæri í verslanir og veitingastaði.  Gróið og fallegt umhverfi. Einstakt tækifæri til að eignast nýja og flotta íbúð í frábæru umhverfi..

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, [email protected]. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, [email protected]. GSM 777 4277.

Nánari lýsing:

Um er að ræða nýbyggð lyftuhús með 3ja og 4ra herb. vel hönnuðum samtals 24 íbúðum. Íbúðirnar eru  með tveimur eða þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, góðri stofu/alrými og fallegu eldhúsi. Hægt er að velja íbúðir á jarðhæð, með sér garði, miðhæðum með stórum svölum eða á efstu hæð og þá með svölum og  stórum einka þaksvölum. Falleg hönnun og vandaðar innréttingar. Glæsileg sameign með sundlaug, heitum pottum, líkamsræktaraðstöðu og góðri vinnuaðstöðu, fyrir þá sem vinna fjarvinnu. Góð leikaðstaða fyrir börnin. Frábært útsýni m.a. til sjávar.
STÆÐI Í BÍLAKJALLARA OG GEYMSLA FYLGIR ÖLLUM ÍBÚÐUM.

Rólegur staður en stutt er á fallega hvíta  sandströnd sem liggur að Miðjarðarhafinu og hefur hún fengið BLUE FLAG viðurkenninguna. Þar eru fallegar gönguleiðir og skemmtilegt “promenaði” er meðfram ströndinni sem býður upp á skemmtilegar gönguferðir.
Fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða í nágrenninu, t.d. í Lomas de Cabo Roig Center og La Fuente.  Stutt í La Zenia Boulevard, vinsælu verslana, veitingastaða og afþreyingamiðstöðina. 
Alicante flugvöllur er í ca. 50 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 15 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira.
Fjölbreytt úrval golfvalla er í næsta nágrenni, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri. 

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast glænýja og vandaða íbúð á frábærum stað, stutt frá  öllu því sem gerir dvölina á Spáni  skemmtilega.
Frábærar íbúðir fyrir þá sem vilja flytja alfarið til Spánar og vinna t.d. fjarvinnu á netinu.
Góðir skólar í næsta nágrenni, bæði spænskir og alþjóðlegir einkaskólar. Góð heilsugæsla í næsta nágrenni.

Verð miðað við gengi 1Evra=150ISK:
3ja herbergja íbúð, tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi.  Verð frá 314.600 Evrum (ISK 47.100.000) + kostn. við kaupin

Á sama stað er líka hægt að fá 4ra herbergja íbúð, þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi.  Verð frá 348.800 Evrum (ISK 52.300..000) + kostn. við kaupin
Innifalið í verði er air con með hitun og kælingu og rafmagnstæki.

Íbúðirnar afhendast í desember 2024.

Hægt er að fá ibúðirnar afhentar fullbúnar húsgögnum og húsbúnaði gegn aukagjaldi.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

Sjá nánar u m fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með hagstæðum vöxtum.

Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: ný eign, sameiginlegur sundlaugargarður, þakverönd, sér garður, air con, stæði í bílakjallara, heitur pottur, útsýni,
Svæði: Costa Blanca, Lomas de Cabo Roig,

Kort af svæðinu