Spánareignir - La Finca Golf SPÁNN

88.400.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Einbýli / Einbýlishús á einni hæð

 • Fjöldi baðherbergja

  2

 • Fjöldi svefnherbergja

  3

 • Fermetrastærð

  128 m2

Tilvísunarnúmer:

647946

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ Í FYRSTU LÍNU VIР LA FINCA GOLFVÖLLINN*

Vönduð og falleg einbýlishús í fyrstu línu við hinn glæsilega La Finca golfvöll. Um 30 mín akstur suður af Alicante. Húsin eru á einni hæð, vel skipulögð með góðu alrými, þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Sér garður með einkasundlaug. Stór þakverönd með útsýni yfir golfvöllinn. Bílastæði inni á lokaðri lóð. Möguleiki á að hafa kjallara undir húsinu.

Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, gsm 893 2495. [email protected] og 
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, gsm 777 4277, [email protected].

Nánari lýsing:

Húsið skiptist í gott eldhús, með góðri tengingu við útisvæði og stofu/borðstofu í rúmgóðu alrými.
Þrjú  svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Út frá stofunni er stór verönd og góður, lokaður garður með flottri aðstöðu til að njóta sólar, grilla ofl. Einkasundlaug í garðinum.
Góðar þaksvalir með frábæru útsýni.
Örstutt göngufæri á La Finca 5* golf og spa hótelið, klúbbhúsið, veitingastaði, líkasmrækt ofl. skemmtilegt.

Mikið innifalið:
Fullfrágenginn garður með einkasundlaug.
Stór þakverönd með golfútsýni.
Rafmagnstæki í eldhúsi ásamt þvottavél.
Hiti í gólfum á baðherbergjum.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.
Möguleiki er á að fá húsið afhent fullbúið fallegum húsgögnum gegn aukagjaldi.

Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða. Aðeins örfá hús í boði.
Verð miðað við gengi 1EVRA=145ISK
Hús án kjallara, verð frá 610.000 evrum (88.400.000 ISK)
Hús með kjallara, verð frá 775.000 evrum (112.300 ISK)

Ofan á verðin bætist ca. 13% kostnaður við kaupin (10% skattur, stimpilgjöld, lögfræðikostnaður ofl, ca. 3%)

Fjölmargir góðir golfvellir eru í næsta nágrenni við La Finca golfvöllinn, t.d. Campoamor, Las Colinas, Villamartin, Las Ramblas, Lo Romero, Roda Golf,  La Marquesa og fleiri.

Ca. 20 mín akstur er niður á ströndina. Ca. 10-20 mín akstur verslunarmiðstöðvarnar Habaneras og La Zenia Boulevard. Ennfremur er stutt að keyra í skemmtilega bæi í næsta nágrenni, t.d. Algorfa og Ciudad Quesada.

Glæsilegt fimm stjörnu golf og spa hótel í göngufæri. Þar er hægt að njóta dekurs og borða góðan mat.
Hér er um að ræða flotta eign fyrir golfara og fólk sem kann að njóta lífsins.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því verið ca. 13%.

Eiginleikar: þakverönd, útsýni, sér garður, einkasundlaug, bílastæði, ný eign,
Svæði: Costa Blanca, La Finca,

Kort af svæðinu