Spánareignir - Los Altos SPÁNN

34.600.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu

 • Fjöldi baðherbergja

  2

 • Fjöldi svefnherbergja

  2

 • Fermetrastærð

  71 m2

Tilvísunarnúmer:

647417

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FLOTTAR ÍBÚÐIR Á GÓÐU VERÐI*- * VANDAÐUR HÚSGAGNAPAKKI OG RAFMAGNSTÆKI FYLGIR*

Nýjar vel skipulagðar flottar íbúðir á góðum stað, hægt er að velja um jarðhæð með sér garði, mið hæðir með stórum svölum eða penthouse með stórum svölum og sér þaksvölum. Flottur sundlaugargarður á móti suðri og fallegt umhverfi. Einstakt tækifæri til að eignast góða íbúð á frábæru verði. Um 45 mín akstur suður frá Alicante.
Glæsilegar íbúðir með góðu alrými, tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Sérbílastæði í bílakjallara og geymsla fylgir.
Stutt er í alla helstu þjónustu, verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard, úrval veitingastaða, fallegar strendur og ótal góða golfvelli.
Raftæki og vandaður húsgangapakki fylgir öllum íbúðum, þannig að hægt er að mæta bara á staðinn og byrja að njóta frá fyrsta degi.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, [email protected]. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, [email protected]. GSM 777 477.

Sennilega ein bestu kaupin á svæðinu í dag.

Nánari lýsing:
Rúmgóð stofa og borðstofa í opnu rými, vel tengt eldhúsi.
Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. 
Sérlega vandaðar og fallegar íbúðir.

Mikið innifalið
Stæði í bílakjallara og geymsla
Sundlaugargarður, líkamsræk, spa og heitur pottur
Leiksvæði fyrir börnin
Petanka völlur
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun
Fjarstýrðar rafmagnsgardínur
Innbyggð lýsing
Húsgögn og heimilistæki fylgja, þmt. kaffivél, brauðrist og hárþurrka.
Sem sagt, allt sem þarf til að flytja inn og byrja að njóta frá fyrsta degi.

Alicante flugvöllur er í ca. 45 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 15 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri. Stutt er í dýragarðinn í Elche.

Verð miðað við gengi 1Evra=145ISK:
Jarðhæð með sér garði (Tvö svefnherbergi + tvö baðherbergi): Verð frá 249.000 Evrur.  (36.100.000ISK) + kostn.
Miðhæð með svölum (Tvö svefnherbergi + tvö baðherbergi): Verð frá 239.000 Evrur.(34.600.000ISK) + kostn.
Penthouse með sér þaksvölum (Tvö svefnherbergi + tvö baðherbergi): Verð frá 259.000 Evrur. (37.500.000ISK) + kostn.
Íbúðirnar afhendast tilbúnar í júní 2024 - sept. 2025.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með hagstæðu láni frá spænskum banka.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar:http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: ný eign, sér garður, svalir, air con, sameiginlegur sundlaugargarður, bílastæði, geymsla, þaksvalir,
Svæði: Costa Blanca, Los Altos,

Kort af svæðinu