Spánareignir - Dehesa De Campoamor SPÁNN

35.800.000 Kr.

  • Tegund eignar

    Raðhús / Raðhús á tveimur hæðum

  • Fjöldi baðherbergja

    2

  • Fjöldi svefnherbergja

    3

  • Fermetrastærð

    0 m2

  • Bílskúr

    Með bílskúr

Tilvísunarnúmer:

620618

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*RAÐHÚS MEÐ SÉR BÍLSKÚR* - *FRÁBÆR STAÐSETNING VIÐ STRÖND* - *GOTT VERÐ* 

Gott raðhús á tveimur hæðum í endursölu á frábærum stað við ströndina í Dehesa de Campoamor, fallegum spænskum strandbæ, um 50 mín akstur suður frá Alicante. Húsið er með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, eldhúsi ásamt stofu og borðstofu í opnu rými. Arinn. Sér bílskúr í kjallara. Fallegur sér garður með góðri verönd og aðgengi að fallegum sameiginlegum sundlaugargarði. Örstutt göngufæri eftir göngustíg niður á fallegu ströndina í Dehesa de Campoamor. Sjávarsýn.
Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni. Örstutt labb í verslanir og veitingastaði í bænum,  og einnig er göngufæri upp á Cabo Roig strip, þar sem er gott úrval af verslunum, veitingahúsum og börum.
Göngufæri í heilsugæslustöð, apótek, Consum stórmarkaðinn, bakarí ofl. Fallega gróið umhverfi með göngu-og hjólaleiðum.  
Einstakt tækifæri að eignast góða eign á þessum vinsæla stað.

Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali,[email protected]. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur,   karl@spanareignir. GSM 777 4277

Nánari lýsing:
Neðri hæð.

Eldhús. Stofa og borðstofa í opnu rými. Arinn. Svefnherbergi og baðherbergi. Útgengi frá eldhúsi út á lokaða verönd. Úr stofu er útgengi út á verönd, yfirbyggð að hluta, og þaðan í lokaðan garð.
Efri hæð:
Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Útgengi út á svalir frá öðru svefnherberginu. Þaðan er gott útsýni til sjávar. Stigapallur með góðum skápum, einnig skápar í svefnherbergjum.

Frá neðri hæð er innangengt í rúmgóðan lokaðan bílskúr undir húsinu.
Með smá endurbótum mætti gera þetta að flottri eign á frábærum stað. Tilvalið tækifæri fyrir laghenta, sem gætu nýtt bílskúrinn bæði fyrir bíl og vinnuaðstöðu.

Aðgengi að góðum sameiginlegum sundlaugargarði. Kjörin aðstaða til að njóta útiveru í góðu veðri allt árið.

Örstutt göngufæri  eftir göngustíg er niður á fallega strönd, en ströndin í Dehesa de Campoamor er ein sú besta á Costa Blanca svæðinu.
Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða, algjöra útivistarparadís í rólegu og fallegu umhverfi nálægt fallegri strönd. Ekta staður fyrir þá sem vilja njóta útiveru í góðu veðri allt árið, eða jafnvel flytja alfarið í sólarparadísina á Spáni.
Ótal góðir golfvellir á svæðinu.
Svona gullmolar koma sjaldan í sölu og stoppa stutt.

Verð miðað við gengi 1Evra=150ISK: 
239.000 evrur eða ISK 35.800.000
Ofan á öll verð leggst 10% skattur og ca. 3% kostnaður við kaupin, samtals ca. 13%.

Hagstæð fjármögnun í boði úr spænskum bönkum, sem auðveldar kaupin.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í allt að 13%.

Eiginleikar: sér garður, sameiginlegur sundlaugargarður, bílskúr, strönd, útsýni,
Svæði: Costa Blanca, Dehesa de Campoamor,

Kort af svæðinu