Spánareignir - Dona Pepa SPÁNN

67.000.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Raðhús / Raðhús á tveimur hæðum

 • Fjöldi baðherbergja

  3

 • Fjöldi svefnherbergja

  3

 • Fermetrastærð

  0 m2

 • Bílskúr

  Með bílskúr

Tilvísunarnúmer:

613151

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEGT ENDARAÐHÚS MEÐ BÍLSKÚR Á FRÁBÆRUM STAÐ* - *STUTT Í VERSLANIR OG ÞJÓNUSTU*
ÞÍN DRAUMAEIGN Á SPÁNI, ÞAR SEM SÓLIN SKÍN Á ALLA
Allar upplýsingar gefa:
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. [email protected] og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. [email protected].


Glæsilegt og vandað endaraðhús á tveimur hæðum með lokuðum einkagarði og aðgengi að sérlega fallegum sundlaugargarði í Albamar íbúðakjarnanum í hinu vinsæla Dona Pepa hverfi, um 30 - 40 mín. akstur suður af Alicante. Þrjú góð svefnherbergi, þrjú fullbúin baðherbergi, góð stofa og borðstofa og vel útbúið eldhús. Flott hönnun og vandaður frágangur Góð verönd  framan og aftan við húsið þar sem gengið er niður í flísalagðan vel hirtan lokaðan einkagarð með ávaxtatrjám og fallegum gróðri. Góðar svalir út frá svefnherbergjum á efri hæð. Rúmgóður bílskúr. Sérlega vönduð og glæsileg húsgögn og húsbúnaður fylgir. Einstök eign í fallegu umhverfi og lokuðum íbúðakjarna.

Nánari lýsing:
Neðri hæð.

Komið er inn í opið rými þar sem er rúmgóð stofa, borðstofa og þaðan gengið inn í vel útbúiðeldhúsið.  Úr stofu er gengið út á verönd og þaðan niður í flísalagðan garð, Úr eldhúsi er útgengi út á góða verönd og þaðan niður í flísalagðan og fallega gróinn garð. Gott svefnherbergi er einnig á neðri hæðinni og auk þess baðherbergi með sturtu og geymsla.

Efri hæð:
Tvö svefnherbergi bæði með sér baðbergi. Útgengi út á rúmgóðar svalir frá báðum svefnherbergjum. Þaðkverönd.
Á stigapalli á efri hæð er líka góður skápur.

ALLT FYLGIR MEÐ.
Húsið er fullbúið vönduðum húsgögnum og húsbúnaði ásamt útihúsgögnum og fylgir allt með í verðinu.
Fullbúið eldhús með öllum tækjum og leirtaui, pottum, pönnum ofl.
Skápar í svefnherbergjum.
Fullfrágengið innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.
Inni og útilýsing.
Sér innbyggður bílskúr fylgir.

Vandaður og fallegur, vel hirtur lokaður sundlaugargarður með góðri sameiginlegri sólbaðsaðstöðu, nokkrum sundlaugum og fallegum gróðri.

Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d.  La Marquesa og La Finca, Einnig eru fleiri góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin, Vistabella og Las Colinas.
Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Guardamar og ca. 20 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Um 30-40 mín. akstursleið frá flugvellinum í Alicante.
Göngufæri í heilsugæslustöð,  matvöruverslun og góða veitingastaði í biðbæ Ciudad Quesada.

Hér er um að ræða mjög góða eign í topp standi á hinu vinsæla Dona Pepa svæði sem hefur verið byggt upp af Euromarina byggingaverktakanum.
Albamar íbúðakjarninn er sérlega veglegur og vandaður og einn sá glæsilegasti á öllu Dona Pepa svæðinu.
Einstakt tækifæri fyrir fólk sem kann og vill njóta lífsins í fallegu umhverfi.

Verð 450.000 evrur  + kostn. (ISK 67.000.000 + kostn. miðað við gengi 1Evra=150ISK)
 
EF ÞÚ VILT KAUPA GLÆSILEGA EIGN MEÐ ÖLLU SEM HÆGT ER AÐ FLYTJA INN Í STRAX, ÞÁ ER ÞETTA EIGNIN FYRIR ÞIG.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka.
Við höfum selt fasteignir á Spáni frá 2001. Tryggir þekkingu, öryggi og reynslu.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: sér garður, sameiginlegur sundlaugargarður, air con, húsgögn, bílskúr, húsgögn,
Svæði: Costa Blanca, Dona Pepa,
 

Kort af svæðinu