Spánareignir - Los Balcones SPÁNN

41.200.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Raðhús / Raðhús á tveimur hæðum

 • Fjöldi baðherbergja

  3

 • Fjöldi svefnherbergja

  3

 • Fermetrastærð

  90 m2

Tilvísunarnúmer:

610470

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*RÚMGÓÐ RAÐHÚS Á GÓÐUM STAÐ* – *FRÁBÆRT VERÐ*

Falleg, rúmgóð og vel hönnuð raðhús  með lokuðum garði verönd út frá stofu og sameiginlegum sundlaugargarði á frábærum stað í Los Balcones, um 45 mín akstur suður af Alicante. Þrjú svefnherbergi, þrjú baðherbergi, góð stofa, borðstofa og rúmgott eldhús.  Svalir út frá svefnherbergi á efri hæð og auk þess rúmgóðar þaksvalir með frábæru útsýni.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.GSM 893 2495. [email protected] og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. [email protected]

Nánari lýsing:

Aðalhæð: Komið er inn í opið rými þar sem er stofa, borðstofa og eldhús í opnu rými . Svefnherbergi og baðherbergi. Útgengi út á verönd og einkagarð.
Efri hæð: Tvö svefnherbergi, bæði með sér baðherbergi. Útgengi út á svalir frá öðru herberginu.

Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun. 
Rafmagnstæki í eldhúsi fylgja og auk þess þvottavél.
Bílastæði.

Garðurinn er hellulagður og með gervigrasi að mestu. Þar er gott pláss  t.d. til að borða úti og njóta sólarinnar, sem skín 300 daga á ári.

Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d.  La Marquesa, og  La Finca, glæsilegan PGA golfvöll. Einnig eru fleiri góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin og Las Colinas.

Ca. 5 mín akstur er niður á ströndina í Torrevieja og ca. 10 mín. akstur í  La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina vinsælu.

Torrevieja spítalinn er í stuttu göngufæri, einnig matvörubúðir, verslanir og veitingastaðir.

Verð frá 275.000 evrum  + kostn. (ISK 41.200.000 + kostn. gengi 1Evra=150 ISK.)
Nýr áfangi var að koma í sölu. Þar snúa öll húsin í suður og með sundlaugagarðinn beint fyrir framan.
Frábær kostur fyrir td. barnafjölskyldur.
Húsin verða tilbúin ca. febrúar 2024.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra ef af kaupum verður.
Mögulegt er að fá húsin afhent fullbúin húsgögnum gegn aukagjaldi.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: bílastæði, þakverönd, air con, sameiginlegur sundlaugargarður, sér garður, útsýni, ný eign,
Svæði: Costa Blanca, Los Balcones,

Kort af svæðinu