Spánareignir - Los Altos SPÁNN

23.900.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu

 • Fjöldi baðherbergja

  2

 • Fjöldi svefnherbergja

  2

 • Fermetrastærð

  66 m2

Tilvísunarnúmer:

562504

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FLOTTAR ÍBÚÐIR Á GÓÐU VERÐI*- * VANDAÐUR HÚSGAGNAPAKKI FYLGIR*

Nýjar vel skipulagðar flottar íbúðir á góðum stað, hægt er að velja um neðri hæð með sér garði, efri hæðir eða penthouse. Flottur sundlaugargarður og fallegt umhverfi. Einstakt tækifæri til að eignast góða íbúð á frábæru verði. Um 45 mín akstur suður frá Alicante.
Glæsilegar íbúðir með góðu alrými, tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Sérbílastæði í bílakjallara og geymsla fylgir.
Stutt er í alla helstu þjónustu, verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard, úrval veitingastaða, fallegar strendur og ótal góða golfvelli.
Raftæki og vandaður húsgangapakki fylgir öllum íbúðum, þannig að hægt er að mæta bara á staðinn og byrja að njóta frá fyrsta degi.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, [email protected] GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, [email protected] GSM 777 477.


Nánari lýsing:
Gengið er inn gang, til vinstri er baðherbergi með hita í gólfi og svefnherbergi með góðum fataskáp. 
Við enda gangsins er rúmgott alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu með útgengi út á svalir.
Hjónasvítan er með útgengi á svalir og sérbaðherbergi með hita í gólfi.

Mikið innifalið
Stæði í bílakjallara og geymsla
Sundlaugargarður
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun
Fjarstýrðar rafmagnsgardýnur
Innbyggð lýsing

Eldhús: Eldhúsofn, örbylgjuofn, uppþvottavél, kaffivél, hraðsuðuketill, brauðrist, eldhúsáhöld, pottar, pönnur, straujárn og strauborð.
Stofa: Sófi, sófaborð, 44'' snjallsjónvarp, sjónvarpsskeinkur, vegghilla, koddi, teppi, lampi, spegill, skraut plöntur, myndir og vasi.
Borðstofa: Borðstofuborð + stólar.
Baðherbergi: Hárþurrka, handklæðaslá, handklæði og hiti í gólfum.
Svefnherbergi: Tveir 90x190 rúmbotnar með gafli, rúmdýnur, tvö náttborð, sængur, sængurver, lök, koddar, rúmteppi, myndir og lampi.
Hjónasvíta: 150x190 rúmbotn með gafli, rúmdýna, tvö náttborð, sængur, sængurver, lök, koddar, rúmteppi, myndir og lampi.

Alicante flugvöllur er í ca. 45 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 15 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri. Stutt er í dýragarðinn í Elche.

Verð:
Neðri hæð með sér garði (Tvö svefnherbergi + tvö baðherbergi): Verð frá 215.555 Evrur. + kostn. (32.300.000ISK miðað við gengi 1E=150ISK)
Miðhæð með svölum (Tvö svefnherbergi + tvö baðherbergi): Verð frá 159.505 Evrur. + kostn. (23.900.000ISK miðað við gengi 1E=150ISK)
Penthouse (Tvö svefnherbergi + tvö baðherbergi): Verð frá 164.730 Evrur.+ kostn. (24.700.000ISK miðað við gengi 1E=150ISK)

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með hagstæðu láni frá spænskum banka.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar:http://www.spanareignir.is


Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: ný eign, sér garður, svalir, air con, sameiginlegur sundlaugargarður, bílastæði, geymsla,
Svæði: Costa Blanca, Los Altos,

Kort af svæðinu