Spánareignir - Villamartin SPÁNN

41.200.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu

 • Fjöldi baðherbergja

  2

 • Fjöldi svefnherbergja

  3

 • Fermetrastærð

  96 m2

Tilvísunarnúmer:

560779

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*PENTHOUSE Á FRÁBÆRUM STAÐ – STUTT Á GOLFVELLI*

Glæný og vönduð 4ra herb. penthhouse á frábærum stað í Villamartin hverfinu, ca. 50 mín akstur frá Alicante flugvelli. Stutt akstursleið á fallega strönd og í La Zenia Boulevard, nýju og flottu verslunarmiðstöðina. Stutt göngufæri í Villamartin Plaza þjónustukjarnann, þar sem er gott úrval veitingastaða og verslana. Gróið og fallegt umhverfi. Einstakt tækifæri til að eignast nýja og flotta íbúð á fínu verði í frábæru umhverfi.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, [email protected] GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, [email protected] GSM 893 2495.


Nánari lýsing:
Um er að ræða vel hannaða 4ra herb. penthouse íbúð á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, góðri stofu/borðstofu og eldhúsi með fallegri innréttingu. Sér inngangur og stórar einka þaksvalir. Falleg hönnun og vandaðar innréttingar. Glæsileg sameign með sundlaug og grænu svæði. Góð leikaðstaða fyrir börnin.

Einka þaksvalir.
Glæsileg sameign með fallegum sundlaugargarði.

Íbúðin er endaíbúð og snýr í suður og vestur.
Hiti í gólfum á baðherbergjum.
Sér geymsla og stæði í lokuðum bílakjallara fylgir.


Fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða í göngufæri, t.d. í Villamartin. Örstutt akstursleið í La Zenia Boulevard, vinsæla  miðstöð verslana, veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar. Alicante flugvöllur er í ca. 50 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 15 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri. Stutt er í dýragarðinn í Elche.
Gróið og fjölskylduvænt umhverfi. Alþjóðlegur skóli í næsta nágrenni.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast glænýja og vandaða penthouse íbúð á frábærum stað, stutt frá  öllu því sem gerir dvölina á Spáni  skemmtilega. Íbúðirnar eru til afhendingar við kaupsamning.

Verð:
4ra herb. íbúð (þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi): 275.000 Evrum + kostn. (ISK 41.200.000 gengi 1Evra/150 ISK)

Aðeins ein íbúð eftir.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.


Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með  hagstæðum vöxtum.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar:http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: sundlaugargarður, útsýni, svalir, ný eign, bílakjallari, penthouse, þaksvalir,
Svæði: Costa Blanca, Villamartin,

Kort af svæðinu