Spánareignir - Torre De La Horadada SPÁNN

37.350.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Fjölbýli / Fjölbýlishús með sérinngangi

 • Fjöldi baðherbergja

  2

 • Fjöldi svefnherbergja

  3

 • Fermetrastærð

  94 m2

Tilvísunarnúmer:

558655

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*VANDAÐAR ÍBÚÐIR* *GÖNGUFÆRI Á STRÖND* *SUNDLAUGARGARÐUR*

Nýjar íbúðir á frábærum stað, hægt er að velja um jarðhæð með sér garði, miðhæð með stórum svölum eða penthouse með stórum þaksvölum. Einnig eru í boði raðhús með sér garði og stórum þaksvölum. 
Vandaðar íbúðir í fallegu umhverfi með glæsilegum sundlaugargarði og heitum potti.
Íbúðirnar eru sérlega vel staðsettar þar sem strönd og mannlíf eru í göngufæri. Einstakt tækifæri til að eignast vel staðsetta vandaða íbúð á góðu verði.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, [email protected]. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, [email protected]. GSM 777 477.


Nánari lýsing:

Gengið er inn um sérinngang, við gang er gott svefnherbergi með fataskáp.
Rúmgott alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu. Útgengi frá alrými út á stórar svalir.
Hjónasvíta með sérbaðherbergi, góðum fataskáp og útgengi út á svalir.
Svefnherbergi með stórum fataskáp og baðherbergi við hliðinná.

Íbúðirnar eru á frábærum stað, stutt göngufæri á ströndina, bátahöfnina, góða veitingastaði og skemmtilegt mannlíf.

Verð:

3ja herbergja (tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi) neðri hæð með sér garði: Verð frá 224.900  Evrur. + kostn. (33.7350.000ISK miðað við gengi 1E=150ISK)

4ra herbergja (þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi) miðhæð með stórum svölum: Verð frá 249.000 Evrur. + kostn. (37.350.000ISK miðað við gengi 1E=150ISK)

3ja herbergja (tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi) penthouse með stórum þaksvölum: Verð frá 279.900  Evrur. + kostn. (41.850.000ISK miðað við gengi 1E=150ISK)

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með hagstæðu láni frá spænskum banka.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: http://www.spanareignir.is


Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: ný eign, air con, sameiginlegur sundlaugargarður, líkamsræktaraðstaða, sauna, strönd, bátahöfn, svalir,
Svæði: Costa Blanca, Torre de la Horadada,

Kort af svæðinu