Spánareignir -san Miguel De Salinas SPÁNN

26.500.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Fjölbýli / Fjölbýlishús með sérinngangi

 • Fjöldi baðherbergja

  2

 • Fjöldi svefnherbergja

  3

 • Fermetrastærð

  87 m2

Tilvísunarnúmer:

557456

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FALLEGAR ÍBÚÐIR MEÐ STERKAN KARAKTER* *SÉRGARÐUR*

Fallegar og  bjartar, vel hannaðar  glænýjar íbúðir með sterk spænsk áhrif í nútímalegri hönnun í litlum fjölbýlishúsum á tveimur hæðum.  Gróið og fallegt umhverfi, um 50 mín akstur suður af Alicante. Þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð stofa, eldhús opið við borðstofu. Traustur byggingaraðili.

Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.GSM 893 2495. [email protected] og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. [email protected]

Skipulag:

Komið er inn í opið rými þar sem er rúmgóð stofa, borðstofa og opið eldhús við borðstofu. Eldhúsið er fallega innréttað og tengist borðstofunni á skemmtilegan máta.  Þrjú svefnherbergi. Sér baðherbergi með einu svefnherberginu og auk þess annað baðherbergi.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.

Sér garður við húsið þar sem er gott pláss, t.d. til að borða úti og njóta sólarinnar.

Glæsilegur sameiginlegur lokaður sundlaugagarður með góðri aðstöðu.

Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d.  Las Colinas,  La Finca, glæsilegan PGA golfvöll. Einnig eru fleiri góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin.
Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Dehesa de Campoamor og Cabo Roig ca. 15 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Stutt er til San Miguel de Salinas, sem er hefðbundinn spænskur bær með sál og sjarma, kirkjtorgi og götumarkaði.

Hér er um að ræða notalega fjölskyldueign í rólegu og fallegu umhverfi.

Hægt er að fá íbúðirnar afhentar fullbúnar húsgögnum og heimilistækjum, gegn auka gjaldi.

Verð:
Íbúð með 3 svefnh. + 2 baðh. frá 177.000 evrum + kostn. (ISK 26.600.000, gengi 1 evra=150 ISK)


Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: http://www.spanareignir.is

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður, allt að ISK 60.000 á mann fyrir tvo, eða samtals allt að ISK.120.000.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með mjög hagstæðum vöxtum.

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: ný eign, sér garður, þakverönd, sameiginlegur sundlaugargarður, air con, 
Svæði: Costa blanca, San Miguel de Salinas,

Kort af svæðinu