Spánareignir - Las Colinas Golf SPÁNN

72.800.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu

 • Fjöldi baðherbergja

  2

 • Fjöldi svefnherbergja

  3

 • Fermetrastærð

  120 m2

Tilvísunarnúmer:

554125

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEG PENTHOUSE ÍBÚР Á FLOTTUM GOLFVELLI*


Glæsileg og vel hönnuð ný penthouse íbúð með fallegu útsýni á Las Colinas golfvallasvæðinu og hefur verið valið besta golfsvæði á Spáni nokkur undanfarin ár. Auk þess talið eitt besta golfvallasvæði í Evrópu. Um 1 klst. akstur suður af Alicante. Þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi. Góð stofa, opið eldhús með sérlega flottri innréttingu. Það er bara allt flott við þessa íbúð. 

Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. [email protected] og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. [email protected]


Stórar svalir (28 fm) til suðurs út frá stofu og auk þess stórar einka þaksvalir (98 fm), þe. samtals 128 fm. prívat útisvæði með einstöku útsýni. Fallegur sameiginlegur sundlaugargarður. Bílastæði og geymsla í lokuðum bílakjallara. Einstakt gróið umhverfi, með Las Colinas golfvöllinn rétt við þröskuldinn. Skemmtilegar göngu- og skokkleiðir og ca. 10 mín akstur á Campoamor ströndina.

Umhverfið á Las Colinas er einstakt. Íbúar hafa aðgang að glæsilegu klúbbhúsi með úrvals veitingastöðum, og einnig að einkastrandklúbb á Campoamor ströndinni. Á svæðinu er einnig glæsileg þjónustumiðstöð með líkasmsræktaraðstöðu, frábærum nýjum veitingastað (IL Palco) og ýmissi þjónustu. Algjör lúxus fyrir vandláta. Matvöruverslun á svæðinu.

Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.

Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni auk Las Colinas golvallarins, t.d.   La Finca, glæsilegan PGA golfvöll. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin.
Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Campoamor og ca. 10 mín. akstur í verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Hér er um að ræða flotta eign á góðum stað fyrir fólk sem vill njóta lífsins, spila golf og eiga góðar stundir með fjölskyldu
og vinum.

Verð frá 485.000 evrur  + kostn. (ISK 72.800.000 + kostn. gengi 1Evra=150 ISK.)

Einnig er hægt að fá penthouse íbúð með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, stórum svölum og þaksvölum.
Verð frá 370.000 evrum + kostn. (ISK 55.500.000+kostn. gengi 1Evra=150 ISK.)

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með hagstæðum vöxtum.

Hægt er að fá íbúðirnar afhentar fullbúnar húsgögnum og með ljósum og rafmagnstækjum gegn aukagjaldi.

Við höfum selt fasteignir á Spáni frá 2001. Tryggir þekkingu, öryggi og reynslu.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar:http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca.3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: útsýni, Þakverönd, sér garður, sundlaugargarður, lyfta, bílakjallari, geymsla, air con, golf,
Svæði: Costa Blanca, Las Colinas,

Kort af svæðinu