Spánareignir - Punta Prima SPÁNN

27.000.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu

 • Fjöldi baðherbergja

  2

 • Fjöldi svefnherbergja

  2

 • Fermetrastærð

  0 m2

 • Bílskúr

  Með bílskúr

Tilvísunarnúmer:

550366

REIKNA ÚT LÁN

 SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR Á STRÖND - GÖNGUFÆRI Í VERSLANIR OG VEITINGASTAÐI*

Vandaðar og fallegar 3ja og 4ra herb. íbúðir í lyftublokk á frábærum stað við Punta Prima ströndina, stutt frá La Zenia Boulevard og Torrevieja, ca. 40 mín akstur í suður frá Alicante flugvelli. Sjávarsýn úr flestum íbúðum og aðeins nokkur skref á ströndina. Fallegur, gróinn sundlaugargarður. Frábærir veitingastaðir í örstuttu göngufæri. Gróið og fallegt umhverfi. 
Einstakt tækifæri til að eignast nýja og flotta íbúð við sjóinn.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, [email protected] GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, [email protected] GSM 777 4277.

Nánari lýsing:

Um er að ræða glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir í vönduðum og fallegum fjölbýlishúsum, byggðum í klassískum Miðjarðarhafsstíl.  Grænt og fallegt umhverfi í vel hönnuðum sundlaugargarði, sem minnir á fallegt spænskt þorp. Leiksvæði fyrir börnin, góð aðstaða fyrir slökun og hvíld, líkamsrækt og endurnæringu líkama og sálar. Örstutt göngufæri á ströndina, þar sem hægt er að busla í sjónum eða setjast niður á skemmtilega veitingastaði. Nautilus og Punta Prima veitingastaðirnir eru í ca. 2 mín göngufæri og ca. 10 mín göngufæri á Asia Kitchen, nýja flotta asíska veitingasaðinn við Punta Prima hringtorgið.

Íbúðirnar eru með tveimur eða þremur  svefnherbergjum þe. rúmgóðu hjónaherbergi með sér baðherbergi og einu eða tveimur öðrum góðum svefnherbergjum og baðherbergi. Góð stofa/alrými og fallegt eldhús. Góðar svalir. Falleg hönnun og vandaðar innréttingar. Hiti í gólfum á baðherbergjum.

Stæði í bílakjallara fylgir ásamt sér geymslu. Húsgögn fylgja sumum íbúðum, en annars er hægt að kaupa húsgagnapakka á hagstæðu verði.

Glæsileg sameign með fallegum sameiginlegum sundlaugargarði og góðu leiksvæði fyrir börnin. Við útlitshönnun er tekið mið af klassískum miðjarðarhafsstíl  sem gefur tilfinninguna fyrir að algjöra slökun frá umheiminum.

Aðeins nokkur skref eru á fallega hvíta  sandströnd sem liggur að Miðjarðarhafinu og þaðan eru göngu og hjólreiðastígar til Torrevieja og Playa Flamenca, La Zenia ströndina og Cabo Roig ströndina. 
Fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða í örstuttu göngufæri á Punta Prima svæðinu. La Zenia Boulevard,  glæsileg miðstöð verslana, veitingastaða er í ca. 5 mín. akstursfjarlægð. Alicante flugvöllur er í ca. 40 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 10 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri. 

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast glænýjar og vandaðar íbúðir á frábærum stað, stutt frá  öllu því sem gerir dvölina á Spáni  skemmtilega.
Frábært verð: 
3ja herbergja íbúð (tvö svefnherbergi) og tvö baðherbergi: frá 180.000 Evrum  + kostn.(ISK 27.000.000 gengi 1Evra=150 ISK)
4ra herbergja íbúð (þrjú svefnherbergi) og tvö baðherbergi: frá 220.000 Evrur + kostn.(ISK. 33.000.000 gengi 1Evra=150 ISK)

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar
:http://www.spanareignir.is

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.
SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður, allt að ISK. 60.000 á mann fyrir tvo, eða samtals allt að ISK.120.000.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með hagstæðum vöxtum.

Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: strönd, útsýni, sameiginlegur sundlaugargarður, bílakjallari, ný eign, 
Svæði: Costa Blanca, Punta Prima,
 

Kort af svæðinu