Spánareignir - Dona Pepa SPÁNN

37.800.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Parhús / Parhús á tveimur hæðum

 • Fjöldi baðherbergja

  3

 • Fjöldi svefnherbergja

  3

 • Fermetrastærð

  112 m2

Tilvísunarnúmer:

548038

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FLOTT HÚS Á FRÁBÆRUM STAÐ* – *FRÁBÆRT VERÐ* - *STUTT Í VERSLANIR OG ÞJÓNUSTU*
ÞÍN DRAUMAEIGN Á SPÁNI, ÞAR SEM SÓLIN SKÍN Á ALLA

Stórglæsileg, björt og vel hönnuð glæný hús á tveimur hæðum með lokuðum einkagarði og möguleika á sér sundlaug í Dona Pepa/Quesada, um 30 mín akstur suður af Alicante. Þrjú svefnherbergi, tvö fullbúin baðherbergi+gestasnyrting, góð stofa, eldhús opið við borðstofu. Flott hönnun. Góð verönd  framan við húsið. Stór lokaður einkagarður með einkasundlaug. Góðar svalir út frá svefnherbergjum á efri hæð. Stór þakverönd með góðu útsýni. Möguleiki á heitum potti á þaksvölum.

Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. [email protected] og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. [email protected]

Nánari lýsing:

Neðri hæð.
Komið er inn í opið rými þar sem er stofa, borðstofa og opið eldhús við borðstofu. Úr stofu og einnig úr eldhúsi er gengið út á stóra verönd. Eldhúsið er fallega innréttað og tengist borðstofunni á skemmtilegan máta. Gott svefnherbergi og baðherbergi inn af.  Auk þess gestasnyrting. 
Efri hæð:
Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Útgengi út á rúmgóðar svalirnar. Stórar þaksvalir með frábærri aðstöðu og möguleika á heitum potti. 

Nánast allt er innifalið í verðinu:
Fullfrágenginn garður. Hægt að bæta við einkasundlaug.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun fullfrágengið.
Solarpanel til upphitunar á vatni.
Inni og útilýsing.
Rafdrifnir gluggahlerar.
Fullbúin baðherbergi með sturtugleri og speglum.
Fullbúið eldhús með eldavél, viftu, ísskáp, uppþvottavél og þvottavél.
Vel innréttaðir skápar í svefnherbergjum.
Stæði fyrir bíl í lokuðum garði.

Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d.  La Marquesa, La Finca, glæsilegan PGA golfvöll. Einnig eru fleiri góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin og Las Colinas.
Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Guardamar og ca. 15 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.

Hér er um að ræða algjörar lúxuseignir á frábæru verði og vel staðsettar á hinu vinsæla Dona Pepa svæði. Einstakt tækifæri fyrir fólk sem vill njóta lífsins.

Verð frá 251.500 evrur  + kostn. (ISK. 37.800.000 + kostn. miðað við gengi 1Evra=150ISK)
Hægt er að fá húsin afhent fullbúin fallegum húsgögnum gegn viðbótargreiðslu, þannig að ekkert er annað en að flytja inn og byrja að njóta frá fyrsta degi.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Bein kaup frá traustum og öruggum byggingaraðila með áratuga reynslu. Hafið samband og bókið einkaviðtal.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka.
Við höfum selt fasteignir á Spáni frá 2001. Tryggir þekkingu, öryggi og reynslu.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: http://www.spanareignir.is


Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: sér garður, einkasundlaug, bílastæði, þakverönd, air con, ný eign,
Svæði: Costa Blanca, Dona Pepa,

Kort af svæðinu