Spánareignir - La Finca Golf SPÁNN

47.900.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Parhús / Parhús á tveimur hæðum

 • Fjöldi baðherbergja

  2

 • Fjöldi svefnherbergja

  3

 • Fermetrastærð

  98 m2

Tilvísunarnúmer:

544183

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEG PARHÚS Á LA FINCA GOLFVELLINUM*

Sérlega vönduð og falleg, rúmgóð og parhús í stuttu göngufæri frá klúbbhúsinu við hinn glæsilega La Finca golfvöll. Sér garður með einkasundlaug og aðgengi að sameiginlegum sundlaugargarði. Um 30 mín akstur suður af Alicante. Húsin  eru á tveimur hæðum, en einnig eru í boði hús með rúmgóðum kjallara þar sem hægt væri að vera með aukaíbúð með sérinngangi. Vel skipulögð hús með góðu alrými, þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Mikil lofthæð í alrými gefur glæsilegt yfirbragð. Bílastæði inni á lokaðri lóð.


Allar upplýsingar gefa:
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. [email protected] og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. [email protected]

Nánari lýsing:
Falleg aðkoma er að húsunum.
Neðri hæð: Húsin skiptast í gott eldhús, með góðri tengingu við stofu/borðstofu í rúmgóðu alrými með mikilli lofthæð sem gefur glæsilegt yfirbragð. Rafmagnstæki fylgja í eldhúsi. Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Þvottahús.
Efri hæð: Glæsileg hjónasvíta með sér baðherbergi og flottu útsýni.  Gengið út á rúmgóða þakverönd. Gólfhiti í báðum baðherbergjum.

Út frá stofunni er stór verönd og góður, lokaður garður með flottri aðstöðu til að njóta sólar, grilla ofl. Einkasundlaug og auk þess aðgengi að sameiginlegum sundlaugargarði.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.

Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða, í örstuttu göngufær við nýja og flotta klúbbhúsið á La Finca Golfvellinum. Einnig eru fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Campoamor, Las Colinas, Villamartin, Las Ramblas, Lo Romera, Roda Golf,  La Marquesa og fleiri.
Ca. 20 mín akstur er niður á ströndina og ca. 10 mín. göngufæri í verslanir og veitingastæði í verslunarkjarnanum við La Finca golfvöllinn. Ca. 10-20 mín akstur í  Habanera verslunarmiðstöðina og La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina. Ennfremur er stutt að keyra í skemmtilega bæi í næsta nágrenni, t.d. Algorfa og Ciudad Quesada.
Glæsilegt fimm stjörnu golf og spa hótel í örstuttu göngufæri. Þar er hægt að láta dekra við sig og borða góðan mat. Einnig eru fleiri góðir veitingastaðir í göngufæri.

Lúxuseign fyrir kröfuharða golfara og fólk sem kann að njóta lífsins.
Verð frá  319.000 Evrur. (ISK. 47.900.000, gengi 1E=150K ISK)

Einnig er hægt að velja hús með rúmgóðu (101 fm) rými í kjallara.
Verð með ófrágengnum kjallara frá: 359.000 Evrur (ISK 53.900.000, gengi 1E=150 ISK)
Kostnaður við að innrétta kjallara þannig að þar verði rúmgóð 2-3ja herb. íbúð ca. 43.000 Evrur.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður, allt að ISK 60.000 á mann fyrir tvo, eða samtals allt að ISK120.000.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með hagstæðum vöxtum.

Sjá nánara um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca.13%.

Eiginleikar: sér garður, einkasundlaug, bílastæði, kjallari, þakverönd, aukaíbúð,
Svæði: Costa Blanca, La Finca,

Kort af svæðinu