Spánareignir - Las Ramblas Golf SPÁNN

26.900.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Fjölbýli

 • Fjöldi baðherbergja

  0

 • Fjöldi svefnherbergja

  3

 • Fermetrastærð

  0 m2

Tilvísunarnúmer:

542278

REIKNA ÚT LÁN

*PENTHOUSE ÍBÚÐ VIÐ GOLFVÖLL* – *FRÁBÆR STAÐSETNING*

Rúmgóð og vel skipulögð penthouse íbúð á tveimur hæðum með svölum og þaksvölum beint á móti Las Ramblas golf klúbbhúsinu,  um 50 mín akstur suður af Alicante. Þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð stofa/borðstofa í opnu rými, vel útbúið eldhús. Þvottahús inn af eldhúsi. Góðar svalir út frá stofu og stór þakverönd. Útsýni yfir sundlaugarsvæði og Las Ramblas golfvöllinn.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. [email protected] og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. [email protected]

Nánari lýsing.

Á neðri hæð er eldhús og stofa/borðstofa í opnu rými með góðu flæði. Arinn í stofu. Þar eru einnig tvö svefnherbergi og baðherbergi. Góðar svalir út frá stofu.  Þvottahús inn af eldhúsi og geymsla undir stiga upp á efri hæð.
Á efri hæðinni er rúmgott svefnherbergi með sér baðherbergi. Úgengi út á stórar þaksvalir. Geymsla.
Loftkæling/hiti. Öryggiskerfi.

Íbúðin selst með húsgögnum og húsbúnaði, eins og sést á myndum.

SNYRTILEG OG RÚMGÓÐ EIGN Á GÓÐUM STAÐ SEM MEÐ SMÁNOSTRI GÆTI ORÐIÐ FALLEG DRAUMAEIGN GOLFFJÖLSKYLDUNNAR.

Fallegur sameiginlegur lokaður sundlaugargarður.
Íbúðin er vel staðsett í fallegum íbúðakjarna, beint á móti klúbbhúsinu við Las Ramblas golfvöllinn.  Aðeins nokkur skref á 1. teig, æfingasvæðið og skemmtilegt golfmannlíf. Göngufæri í  La Fuente, þar sem er gott úrval góðra veitingastaða, verslana og þjónustu,   matvöruverslana eins og Aldi og Mercadonna. Fjölmargir fleiri góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Campoamor, Las Colinas, Villamartin, La Finca, Lo Romero, Roda Golf,  La Marquesa og fleiri.
Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina og ca. 10 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.

Verð: 179.000 Evrur + kostn. (ISK 26.900.000 gengi 1E=150 ISK)

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með  hagstæðum vöxtum.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni  verið ca. 13%.

LAS RAMBLAS GOLFVÖLLURINN
Þennan golfvöll þurfa allir alvörugolfarar að prófa amk. einu sinni um æfina. Þessi golfvöllur er ekki allra, annað hvort hatar þú völlinn eða elskar hann. Allavega er þetta golfvöllurinn fyrir golfara sem vilja taka áhættur, en geta líka valið auðveldari leiðir.
Völlurinn var opnaður árið 1991, hannaður af Pepe Gancedo. Hann er ca. 5.800 metra langur og par 72. Hönnun vallarins er sérlega skemmtileg, holurnar fjölbreyttar og bjóða upp á ýmis erfiðleikastig.
Þennan golfvöll er bæði hægt að fara á golfbíl eða ganga hringinn, sem skapar fjölbreytni í upplifun.
Las Ramblas golfvöllurinn þykir einstaklega fallegur, með mikla náttúru og grænan gróður. Tré og gil eru stundum fyrir golfaranum, en þegar maður sigrast á vellinum skapar það tilfinninguna um að langa  að koma strax aftur.
En eitt er víst, að ef þú hefur einu sinni spilað Las Ramblas er það völlur sem þú manst alltaf eftir.


Eiginleikar: golf, útsýni, sameiginlegur sundlaugargarður, þakverönd, endursölueign,
Svæði: Costa Blanca, Las Ramblas Golf,

Kort af svæðinu