Spánareignir - Ciudad Quesada SPÁNN

55.500.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Einbýli / Einbýlishús á tveimur hæðum

 • Fjöldi baðherbergja

  3

 • Fjöldi svefnherbergja

  4

 • Fermetrastærð

  187 m2

Tilvísunarnúmer:

541508

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*STÓRT EINBÝLISHÚS Á FRÁBÆRUM STAÐ* – *GOTT FJÖLSKYLDUHÚS*

Rúmgott og mikið endurnýjað einbýlishús í klassískum spænskum stíl, á tveimur hæðum með stórum lokuðum garði á móti suðri, einkasundlaug og flottri grillaðstöðu  í Ciudad Quesada, aðeins örstutta gönguleið frá aðalgötu bæjarins, þar sem er mikið úrval góðra veitingastaða, verslana og þjónustu. Um 30 mín akstur suður af Alicante. Fjögur svefnherbergi, þrjú baðherbergi, tvær stofur, rúmgóð borðstofa, með rými inn af, sem nota mætti sem víngeymslu og rúmgott eldhús. Stór yfirbyggð verönd út frá stofu með góðu útsýni yfir sundlaugina og grillsvæðið. Notalegt yfirbyggt svæði, ef fólk vill setjast í skugga og hvíla sig frá sólinni. Út frá hjónasvítu á efri hæð er stór verönd og stigi upp á þakverönd með góðu útsýni. Rúmgóður bílskúr og geymsluskúr. Útisturta við sundlaugina. Möguleiki á hitunarbúnaði við sundlaugina. Góður bílskúr, innangengt í hann frá húsinu.


Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, [email protected] GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, [email protected] GSM 777 4277


Nánari lýsing: 
Neðri hæð
: Góð aðkoma er að húsinu og er fyrst komið inn í anddyri . Stofan er rúmgóð með arni og útgengi út á stóra yfirbyggða verönd og þaðan niður í garðinn. Stór borðstofa með rými inn af sem gæti verið nýtt sem víngeymsla eða búr. Eldhús með öllum eldunartækjum. Svefnherbergi og baðherbergi, og auk þess tveggja herbergja gestaíbúð með litlu eldhúsi og útgengi út á sérverönd. Þetta rými býður upp á ýmsa möguleika og mætti líka nýta sem stóra og glæsilega hjónasvítu, tómstundarými, heimaskrifstofu ofl.  

Efri hæð: tvö svefnherbergi, gangur og baðherbergi. Gæti nýst sem stór hjónasvíta, gestarými eða vinnuaðstaða. Útgengi út á stóra verönd með góðu útsýni yfir sundlaugina. Þaðan er gengið upp á stóra þakverönd með miklu útsýni.

Húsið er 187 fm. og byggt 2003.
Að sögn eiganda er tvöfalt gler í öllu húsinu, það er nýmálað að innan, þak og veggir í  góðu  ástandi.

10 sólarpanelar á þaki og er kerfið nýlega yfirfarið. Þetta kerfi nýtist vel sem ódýr leið til upphitunar, en auk þess eru gashitarar sem tryggja að húsið er alltaf vel hlýtt yfir köldustu mánuðina.
Einnig er air con með kælingu og hitun í öllum herbergjum. 
Öryggismyndavélakerfi.
Húsið er í rólegri lokaðri götu í örstuttu göngufæri við aðalgötuna  í Ciudad Quesada "Laugaveginn", þar sem er úrval verslana, veitingastaða og þjónustufyrirtækja.

Garðurinn er fallega gróinn, hellulagður að hluta og með stórri sundlaug, útisturtu, útieldhúsi með skemmtilegri grillaðstðu, yfirbyggðu svæði þar sem hægt er að sitja í skugga, góðri sólbaðsaðstöðu, geymsluskúr og leiksvæði fyrir börnin.

Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d.  La Marquesa, og ca. 10 mín akstur á La Finca, glæsilegan PGA golfvöll. Einnig eru fleiri góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin og Las Colinas.
Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Guardamar og ca. 15 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.

Gott úrval verslana og veitingastaða er í göngufæri, auk þess er stutt í heilsugæslu, tennisvöll, fótboltavöll og bowling.
Góður skóli í næsta nágrenni, fyrir barnafjölskylduna sem vill flytja alfarið í sólina.
Hér er um að ræða algjöra lúxuseign á frábæru verði fyrir fólk sem kann að njóta lífsins.

Verð 370.000 Evrur + kostn. eða 55.500.000 ISK (gengi 1Evra=150 ISK)

Hægt er að fjármagna hluta kajupverðs með láni frá spænskum banka á hagstæðum kjörum.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í allt að 13%.

Eiginleikar: sér garður, BBQ, einkasundlaug, aukaíbúð, bílskúr, þakverönd, arinn, air con,
Svæði: Costa Blanca, Ciudad Quesada

Kort af svæðinu