Spánareignir - Torrevieja Miðbær SPÁNN

23.300.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu

 • Fjöldi baðherbergja

  2

 • Fjöldi svefnherbergja

  2

 • Fermetrastærð

  81 m2

Tilvísunarnúmer:

541355

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FLOTTAR MIÐBORGARÍBÚÐIR VIÐ STRÖNDINA Í TORREVIEJA* - "FRÁBÆRT VERÐ*


Nýjar og vel hannaðar íbúðir á frábærum stað í miðbæTorrevieja. Aðeins 3-4 mín gangur á  Cura ströndina þar sem promenade liggur meðfram ströndinni, iðandi mannlífi og fjölbreyttu úrvali af verslunum og veitingastöðum. Hinn vinsæli El Muelle  veitingastaður er í innan við 5 mín gögnufæri ásamt fjölmörgun fleiri góðum stöðum.

Allar upplýsingar gefur Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. [email protected] og    
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 893 2495. [email protected]


Byggingin er fimm hæðir. Á efstu hæð eru tvær  penthouse íbúðir með svölum og sér þaksvölum. Auk þess hafa allar íbúðirnar í húsinu aðgengi að sameiginlegum þaksvölum með sólbaðsaðstöðu, sundlaug og útisturtu.
Íbúðirnar á 1.- 4. hæð, tvær íbúðir á hæð. Hönnunin leggur áherslu á góða nýtingu og þægindi. Tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi. Stofa/borðstofa og eldhús í opnu rými. Svalir út frá stofu.
Byggingin er á besta stað í hjarta Torrevieja, með alla þjónustu, verslanir, matarmarkaði og veitingastaði rétt við þröskuldinn. Örstutt göngufæri á ströndina,  og promenaði meðfram ströndinni. Götumarkaðurinn í Torrevieja er í örstuttu göngufæri og er hann opinn allt árið. Fyrir áhugafólk um vatnaíþróttir þá eru þrjá smábátahafnir í Torrevieja, sú þekktasta er Real Club Nautico. Þar við hliðina er hægt að sækja siglingatíma allt árið um kring.
Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að eignast nútímalegar íbúðir  í miðborg með iðandi mannlífi allt árið. Flott sameign sem uppfyllir nútímakröfur um sundlaugarsvæði og sólbaðsaðstöðu.

Verð:
1. hæð. UPPSELT
2. hæð  154.900 evrur + kostn. (23.300.000 ISK, gengi 1 Evra=150 ISK)
3. hæð  159.900 evrur + kostn. (23.900.000 ISK.  gengi 1 Evra=150 ISK).
4. hæð  169.900 evrur + kostn. (25.500.000 ISK. gengi 1 Evra=150 ISK).
5. hæð  193.000 evrur + kostn. (28.900.000 ISK.  gengi 1 Evra =150 ISK).

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður, allt að ISK. 60.000 á mann fyrir tvo, eða samtals allt að ISK120.000.
Bein kaup frá  traustum og öruggum byggingaraðila. Fyrsti áfangi uppseldur. Annar áfangi er til afhendingar í júní 2022.
Hægt er að skoða tilbúna sýningaríbúð á staðnum.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með mjög hagstæðum vöxtum.

Hægt er að fá íbúðirnar afhentar fullbúnar húsgögnum og með ljósum og rafmagnstækjum gegn aukagjaldi.

Við höfum selt fasteignir á Spáni frá 2001. Tryggir þekkingu, öryggi og reynslu.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: http://www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: ný eign, sameiginleg sundlaug, þakverönd, strönd,
Svæði: Costa Blanca, Torrevieja,

Kort af svæðinu