Villamartin – raðhús

 • Res_-SAMOA_Vista-terraza
 • Res_-SAMOA_Vista-exterior-vivienda
 • IMG_0122 - Copy
 • IMG_0123 - Copy
 • IMG_0128 - Copy
 • IMG_0130 - Copy
 • IMG_0132 - Copy
 • IMG_0134 - Copy
 • IMG_0136 - Copy
 • IMG_0138 - Copy
 • IMG_0140 - Copy
 • IMG_0142 - Copy
 • IMG_0146
 • IMG_0151
 • IMG_0157
 • IMG_0158
 • IMG_0161
 • IMG_0166
 • Res_-SAMOA_Vista-salon
 • Res_-SAMOA_Vista-salon_cocina
 • Res_-SAMOA_Vista-terraza_nocturna1
 • Res_-SAMOA_Vista-trasera1
 • Res_-SAMOA_Vista-entrada-vivienda
 • IMG_0168
 • DCIM100MEDIADJI_0029.JPG
 • Res_-SAMOA_Integracion_2
 • IMG_0162

Property ID : Villamartin 1003

Til sölu Ikr 47,300,000 - Raðhús
3 Bedrooms 3 Bathrooms
 
 Add to Favorites
Print

*LÚXUSEIGN FYRIR VANDLÁTA GOLFARANN*-*FRÁBÆRT ÚTSÝNI*

Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, veitir allar upplýsingar, adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495.

Glæný og vönduð 4ra herb.  raðhús á frábærum stað í Villamartin, ca. 50 mín akstur frá Alicante flugvelli. Ca. 5 mín. göngufæri við La Fuente verslunar- og veitingahúsakjarnann, ca. 10 mín. göngufæri í Mercadona matvöruverslunina og 40 mín. göngufæri í La Zenia Boulevard, nýju og flottu verslunarmiðstöðina. Örstutt á frábæra golfvelli, Las Ramblas, Campoamor, Villamartin, Las Colinas og ótal fleiri.  Gróið og fallegt umhverfi.

Ein vinsælasta staðsetningin á Costa Blanca ströndinni.  Einstakt tækifæri til að eignast flotta eign á frábærum stað á fínu verði. Traustur byggingaraðili með áratuga reynslu.

Raðhúsin eru á tveimur hæðum.  Á neðri hæðinni er rúmgóð stofa og borðstofa í opnu rými, gott eldhús með fallegri innréttingu, eitt svefnherbergi og baðherbergi. Frá stofunni er gengið út á fallega verönd þar sem annað hvort er heitur pottur eða einkasundlaug. Á efri hæðinni eru 2 rúmgóð svefnherbergi, bæði með sér baðherbergi. Húsin eru vel staðsett í afgirtum garði með sameiginlegri sundlaug. Frábært útsýni til sjávar.

Raðhúsin eru TILBÚIN TIL AFHENDINGAR STRAX.

Hægt er að fá þau afhent fullbúin fallegum húsgögnum og húsbúnaði gegn aukagjaldi, þannig að hægt er að mæta bara á staðinn og byrja að njóta frá fyrsta degi.

Í hönnun og frágangi er áhersla lögð á fjölskylduvæna aðstöðu. Einkasundlaug eða heitur pottur, sameiginleg sundlaug. Sérinngangur og bílastæði inni á lokaðri lóð með fjarstýrðu rafmagnshliði.

Stutt í úrval veitingastaða, verslana og þjónustu, t.d. í hinum vinsæla þjónustukjarna La Fuente.

Ca. 10 mínútna akstur niður á fallegar strendur La Zenia og Cabo Roig. Um 40 mínútur tekur að ganga niður í La Zenia Boulevard, nýja og glæsilega verslunarmiðstöð með úrvali af vinsælum verslunum eins og H&M, Primark, Zara, Massimo Dutti ofl. og auk þess fjölda af veitingastöðum og afþreyingasvæðis. Ennfremur er stutt rölt niður í þjónustukjarnann La Fuente með úrvali veitingastaða, bari, matvörubúð, vínbúð ofl.

Verð frá 345.000,- evrum. + kostn. ( Ikr. 47.300.000 + kostn. miðað við gengi 137)

VINSÆLAR EIGNIR OG AÐEINS ÖRFÁ HÚS EFTIR. 

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR: Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í allt að 13%.

Kort af svæðinu