Miðborg Torrevieja – glæsilegar lúxusíbúðir

 • Fotomontaje_P1160032_3500_2
 • Solarium_2500
 • ParejoSofas_Final
 • ParejoCocina1_Final
 • ParejoFinal
 • ParejoGeneral2_Final
 • MesaComedor_2500
 • Dormitorio1_2500
 • Dormitorio2_2500
 • Pasillo_2500
 • Aseo_2500
 • Atico_2500
 • Fachada_01_2500
 • Fachada_02_2500
 • Fachada_03_2500
 • 21

Property ID : Torrevieja1065

Til sölu Ikr 40,700,000 - Íbúð
3 Bedrooms 2 Bathrooms
 
 Add to Favorites
Print
LÚXUS MIÐBORGARÍBÚÐIR

Allar upplýsingar gefur Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.
GSM 893 2495. adalheidur@spanareignir.is

Einstök bygging með sérstakan karakter, skemmtileg blanda af klassík, avant-garde og nútímalegri hönnun. La Posada er bygging með meira en 100 ára sögu, með sígildri hönnun í skemmtilegri tengingu við nútímann endurhönnuð með vönduðum frágangi.

Byggingin er fimm hæðir. Á Efstu hæð eru tvær stórglæsilegar og rúmgóðar penthouse íbúðir. Auk þess eru einstakar þaksvalir sameiginlegar fyrir íbúa hússins, með slökunarsvæði, sundlaug í Zen stíl og sameiginlegt svæði fyrir sólbekki, afslöppun og hugleiðslu.

Íbúðirnar á 1.- 4. hæð eru rúmgóðar, hátt til lofts og opin rými, eldhús og stofur í góðri tengingu sem gefa skemmtilegt yfirbragð. Hönnunin leggur áherslu á góða nýtingu og þægindi. Baðherbergi og fataherbergi tengjast vel í aðalsvefnherberginu, og síðan eru tvö svefnherbergi til viðbótar og annað baðherbergi og auk þess þvottahús. Íbúðirnar eru hannaðar þannig að birtan fljóti vel í gegn og allt efnisval er stílhreint og vandað.

Byggingin er á besta stað í hjarta Torrevieja, með alla þjónustu, verslanir, matarmarkaði og veitingastaði rétt við þröskuldinn. Örstutt göngufæri á ströndina, smábátahöfnina og promenaði meðfram ströndinni. Götumarkaðurinn í Torrevieja er í örstuttu göngufæri og er hann opinn allt árið. Fyrir áhugafólk um vatnaíþróttir þá eru þrjá smábátahafnir í Torrevieja, sú þekktasta er Real Club Nautico. Þar við hliðina er hægt að sækja siglingatíma allt árið um kring.

Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að eignast nútímalegar íbúðir í sígildum stíl í miðborg með iðandi mannlífi allt árið. Flott sameign sem uppfyllir nútímakröfur um sundlaugarsvæði og sólbaðsaðstöðu.

Með íbúðunum er hægt að kaupa stæði í bílakjallara, sem auðveldar aðkomu í bíl.

Lítið framboð er af íbúðum í þessum gæðaflokki, þannig að þær stoppa örugglega stutt.

Verð frá 297.000 evrum + kostn (40.700.000 Ikr. + kostn miðað við gengi 1Evra=137Ikr).

SKOÐUNARFERÐIR:

Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður, allt að Ikr. 60.000 á mann fyrir tvo, eða samtals allt að Ikr.120.000.

Bein kaup frá  traustum og öruggum byggingaraðila.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með mjög hagstæðum vöxtum.

Hægt er að fá íbúðirnar afhentar fullbúnar húsgögnum og með ljósum og rafmagnstækjum gegn aukagjaldi.

Við höfum selt fasteignir á Spáni frá 2001. Tryggir þekkingu, öryggi og reynslu.

Kostnaður við kaupin:

10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Kort af svæðinu