Los Balones – efri eða neðri sérhæð

 • 1
 • 2
 • 8
 • 9
 • 10
 • 11
 • 12
 • 13
 • DSC01456
 • DSC01459
 • DSC01462
 • DSC01465
 • DSC01468
 • DSC01471
 • DSC01474
 • DSC01562
 • DSC01550
 • DSC01547
 • DSC01477
 • DSC01480
 • DSC01485
 • DSC01487
 • DSC01529
 • DSC01532
 • DSC01553
 • DSC01559
 • DSC01535
 • DSC01538
 • DSC01505
 • DSC01515
 • DSC01541
 • DSC01544
 • DSC01565
 • DSC01490
 • DSC01499
 • DSC01502

Property ID : LosBal200120

Til sölu Ikr 23,200,000 - Efri eða neðri hæð
2 Bedrooms 2 Bathrooms
 
 Add to Favorites
Print

*FLOTTAR EFRI EÐA NEÐRI SÉR HÆÐIR*
Upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.GSM 893 2495. adalheidur@spanareignir.is og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. karl@spanareignir.is

Stórglæsilegar, bjartar og vel hannaðar  glænýjar íbúðir í tveggja hæða húsum í lokuðum garði með sameiginlegri sundlaug á Los Balcones svæðinu, um 50 mín akstur suður af Alicante. Tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð stofa, eldhús opið við borðstofu. Hægt er að velja um íbúðir á neðri hæð með lokuðum sérgarði eða penthouseíbúðir á efri hæð með góðum svölum út frá stofu og auk þess stórum þaksvölum yfir íbúðinni.

Skipulag:
Komið er inn í opið rými þar sem er rúmgóð stofa,borðstofa og opið eldhús við borðstofu. Eldhúsið er fallega innréttað og tengist borðstofunni á skemmtilegan máta.  Tvö svefnherbergi. Sér baðherbergi með einu svefnherberginu og auk þess annað baðherbergi.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.

Íbúðum á neðri hæð fylgir sér garður við húsið þar sem er gott pláss, t.d. til að grilla og  borða úti og njóta sólarinnar.
Íbúðum á efri hæð fylgir stór sér þakverönd með frábærri sólbaðsaðstöðu, skemmtilegri grillaðstöðu og góðu útsýni.
Góður sameiginlegur lokaður sundlaugagarður með góðri aðstöðu.

Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin, Vistabella, La Finca og Las Colinas.
Ca. 5-10 mín akstur er niður á ströndina í Punta Prima og ca. 10 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Verslanir og veitingastaðir í göngufæri.
Hér er um að ræða góðar eignir á góðu verði fyrir fólk sem kann að njóta lífsins.
Verð frá 169.900,- Evrur + kostn. (Ikr. 23.200.000,- miðað við gengi 1E=137Ikr.)

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður, allt að Ikr. 60.000 á mann fyrir tvo, eða samtals allt að Ikr.120.000.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með hagstæðum vöxtum.

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Kort af svæðinu