Dona Pepa – Allegra – Parhús

  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 7
  • 6
  • 8
  • 1

Property ID : Dona Pepa 0035

Til sölu Ikr 28,500,000 - Parhús
2 Bedrooms 2 Bathrooms
 
 Add to Favorites
Print

*SÓLARDRAUMUR*-*FALLEG PARHÚS Á FRÁBÆRUM STAÐ*

Allar upplýsingar gefur Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.
GSM 893 2495. adalheidur@spanareignir.is

Stórglæsileg, björt og vel hönnuð  glæný parhús á tveimur hæðum með lokuðum sérgarði og sameiginlegum sundlaugagarði á Dona Pepa svæðinu, um 30 mín akstur suður af Alicante. Tvö  svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð stofa, eldhús opið við borðstofu. Rúmgóð verönd  framan við húsið og minni verönd fyrir aftan húsið. Stór þakverönd með flottu útsýni.

Neðri hæðin:
Komið er inn í opið rými þar sem er björt og rúmgóð stofa,borðstofa og opið eldhús við borðstofu. Eldhúsið er fallega innréttað og tengist borðstofunni á skemmtilegan máta. Baðherbergi.

Efri hæðin:
Tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Útgengi út á rúmgóðar svalir. Gengið upp á stóra sér þakverönd með einstöku útsýni.

Sér bílastæði inni á lokaðri lóð.

Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun. Gólfhiti er í gólfum á baðherbergjum.
Sér garður þar sem er gott pláss, t.d. til að borða úti og njóta sólarinnar. Einka þakverönd. Glæsilegur sameiginlegur lokaður sundlaugagarður með góðri aðstöðu.
Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d.  La Marquesa, og ca. 10 mín akstur á La Finca, glæsilegan PGA golfvöll. Einnig eru fleiri góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin og Las Colinas.

Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Guardamar og ca. 15 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.

Gott úrval verslana og veitingastaða er í örstuttu göngufæri, auk þess er stutt í heilsugæslu, tennisvöll, fótboltavöll, bowling og siglingaklúbb. Göngufæri upp í gamla bæinn Ciudad Quesada, með úrvali verslana og veitingastaða.

Hér er um að ræða notalega eign fyrir fólk sem kann að njóta lífsins.

Verð frá 209.000 Evrur+kostn. (Ikr. 28.500.000 miðað við gengi 1E=136Ikr.)

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður, allt að Ikr. 60.000 á mann fyrir tvo, eða samtals allt að Ikr.120.000.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með mjög hagstæðum vöxtum.

Kostnaður við kaupin:

10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Kort af svæðinu