Benidorm – lúxusíbúðir við strönd

 • 1
 • 7
 • 8
 • 10
 • 9
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6
 • 11
 • 12
 • 13

Property ID : BeniTM220220

Til sölu Ikr 41,100,000 - Íbúð í lyftuhúsi
2 Bedrooms 2 Bathrooms 1 Garage
 
 Add to Favorites
Print

*GLÆSILEGAR  LÚXUS ÍBÚÐIR VIÐ STRÖND* – *FLOTT SAMEIGN*

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. adalheidur@spanareignir.is og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. karl@spanareignir.is

Glænýjar og vandaðar 3ja til 5 herb. 108 – 271 fm. íbúðir í Sunset Waves seglunum, glæsilegum lyftuhúsum við Poniente ströndina í Benidorm. Stórar svalir fylgja öllum íbúðum, og efstu hæðirnar eru með stórum einkaþaksvölum með heitum nuddpottum. Einstakt sjávarútsýni. Frábær staðsetnign, verslanir og veitingastaðir allt í kring og stutt í Terra Michiga skemmtigarðinn, Aqualandia vatnsrennibrautagarðinn, Mundomar dýragarðinn og ótal golfvell. Ca.. 50 mín akstur frá Alicante flugvelli. Gróið og fallegt umhverfi,  hvít sandströnd og fallegt „promenade“ meðfram ströndinni. Einstakt tækifæri til að eignast flotta íbúð á frábærum stað þar sem allt iðar af skemmtilegu mannlifi allt árið um kring.

Sunset Waves eru glæsilega hannaðir íbúðaturnar, í avant garde stíl, í útliti eins og segl og snúa allar á móti suðri.  Byggingarnar eru án vafa með glæsilegri byggingum á Benidorm svæðinu. Flott sameign, í raun og veru eins og að vera á lúxushóteli. Mikið lagt í sameiginlegt tómstunda- og afþreyingasvæði með líkamsrækt, íþróttaaðstöðu og barnaleiksvæðum. Tennisvellir, tafl slökunarrými, gufubað, börum, görðum, grænu svæði, heitum pottum og fleiru.
Byggingarnar eru um 20.000 fm. og sameignin um 10.000 fm. Um 2.000 fm. grasflatir.

Nánari lýsing:
Um er að ræða nýbyggð háhýsi með 3ja, 4ra eða 5 herb. vel hönnuðum íbúðum í mismunandi útfærslum. Íbúðirnar eru allar rúmgóðar og vel skipulagðar.  Hægt er að velja íbúðir með tveimur, þremur eða fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, góðri stofu/alrými, eldhúsi og stórum svölum með útsýni til sjávar. Íbúðir á efstu hæðum eru einnig með stórar einka þaksvalir, þannig að sérafnotarými íbúða er mun meira en fermetrarnir segja til um.  Gott skipulag og vandaðar innréttingar. Gólfhiti í baðherbergjum.
Lokaður glæsilegur sameiginlegur sundlaugargarður með góðri aðstöðu. Frábær íþrótta- og íkamsræktaraðstaða og gott leiksvæði fyrir börn í sameign. Sér bílastæði fylgja öllum íbúðum, ýmist í lokuðum bílakjallara eða á lokuðu svæði.
Falleg hvít sandströnd sem liggur að Miðjarðarhafinu í um 200 metra fjarlægð. Þar eru fallegar gönguleiðir og skemmtilegt „promenaði“ er meðfram allri ströndinni.
Fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða í nærumhverfinu.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast glænýja og vandaða íbúð á frábærum stað á hvítri sandströnd, stutt frá  öllu því sem gerir dvölina á Spáni  skemmtilega.
Afhendingartími íbúðanna er frá ágúst 2020 til febrúar 2021
.
Verð:
3ja herbergja íbúð (tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi): frá 300.000 Evrum.(Ikr. 41.100.000,- 1Evra=137 Ikr.)
4ra herbergja íbúð (þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi): frá 370.000 Evrum. (Ikr. 50.700.000,- 1 Evra=137 Ikr.)
5herbergja íbúð, (fjögur svefnherbergi,  tvö baðherbergi: frá 755.000 Evrum (Ikr.103.400.000,- 1 Evra=137 Ikr)

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður, allt að Ikr. 60.000 á mann fyrir tvo, eða samtals allt að Ikr.120.000.

Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir allt að 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í allt að 13%.

Kort af svæðinu