Um Okkur

Um Okkur


TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA - ÁRALÖNG REYNSLA

Aðalheiður nr216 (002)Við höfum selt eignir á Spáni frá 2001. Það tryggir öryggi, þekkingu og reynslu.

Víðtæk þekking og reynsla okkar tryggir góðar heildarlausnir þar sem öllu ferlinu er fylgt vel eftir frá upphafi til enda.

Við aðstoðum við að skipuleggja skoðunarferðina, velja staðsetningu og heppilega eign, kaupsamning, fjármögnun, bankamál og allt sem til fellur. Þú ert í góðum höndum hjá okkur.

Aðalheiður Karlsdóttir

B.Ed., löggiltur fasteignasali

Aðalheiður er með langa reynslu af stjórnarstörfum, atvinnurekstri, fjárfestingaverkefnum og fasteignasölu á Íslandi og erlendis.

Hún starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu en hóf síðan störf sem stærðfræðikennari við Verslunarskóla Íslands og starfaði þar í 9 ár, en stofnaði þá sitt eigið fyrirtæki í smásölu, innflutningi og markaðssetningu og rak það um árabil. Hún hefur starfað við fasteignasölu og fjárfestingarverkefni sl. 20 ár.

Aðalheiður er löggiltur fasteignasali, með áherslu á íslenskan og spænskan markað. Hún hefur mikla reynslu af fasteignasölu á Spáni og hefur starfað við það óslitið sl. 18 ár.

Hún lauk námi í Advanced Management (AMP) og stjórnun frá IESE háskólanum í Barcelona árið 2007 og hefur víðtæka þekkingu og reynslu í viðskiptum á alþjóðavettvangi með áherslu á fasteignir og fasteignaþróunarverkefni.

Aðalheiður sat í stjórn FKA, félags kvenna í atvinnulífinu í nokkur ár, og var stjórnarmaður í Evrópudeild FCEM, alþjóðleg samtök kvenna í atvinnurekstri. Hún hefur tekið virkan þátt í ýmsum verkefnum til stuðnings  konum í atvinnulífinu og við að aðstoða konur í þróunarlöndum til að setja upp sín eigin fyrirtæki. Hún hefur mikinn áhuga fyrir myndlist og er ein af stofnendum og meðeigendum  Art Gallery 101, listagallerý í miðbæ Reykjavíkur. Hún býr í Reykjavík en hefur verið með sitt annað heimili á Spáni í tæp 20 ár.